Nokia C1 01 - Vinnuumhverfi

background image

Vinnuumhverfi
Þetta tæki uppfyllir skilyrði um leyfileg mörk útvarpsbylgna (RF) við notkun í hefðbundinni stöðu við eyrað eða þegar það er

haft að minnsta kosti 1,5 sentímetra (5/8 úr tommu) frá líkamanum. Ef taska, beltisklemma eða hald er notað þegar tækið er

borið á líkamanum við notkun ætti slíkur búnaður ekki að innihalda málm og halda ætti tækinu að minnsta kosti í þeirri fjarlægð

frá líkamanum sem nefnd var hér á undan.

Til að hægt sé að senda gagnaskrár eða skilaboð þarf góða tengingu við símkerfið. Sending gagnaskráa eða skilaboða getur

tafist þar til slík tenging er tiltæk. Fylgið ofangreindum fjarlægðarfyrirmælum þar til sendingu er lokið.

Hlutar tækisins eru segulmagnaðir. Málmefni gætu dregist að tækinu. Ekki má geyma kreditkort eða aðra segulmagnaða hluti

með geymsluminni nálægt tækinu því upplýsingar sem þar eru geymdar gætu þurrkast út.