
Hleðsla rafhlöðunnar
Rafhlaðan kemur hlaðin að hluta til frá framleiðanda. Ef tækið sýnir að rafhlaðan sé að
tæmast skaltu gera eftirfarandi:
1 Tengdu hleðslutækið við innstungu.
2 Tengdu hleðslutækið við tækið.
6
Tækið tekið í notkun

3 Þegar tækið sýnir að rafhlaðan sé fullhlaðin skaltu taka hleðslutækið úr sambandi
við tækið og síðan úr innstungunni.
Ekki þarf að hlaða rafhlöðuna í tiltekinn tíma og hægt er að nota tækið á meðan það er
í hleðslu. Ef rafhlaðan er alveg tóm geta liðið nokkrar mínútur þar til hleðsluvísirinn
birtist á skjánum eða þar til hægt er að hringja.